Landsliðskonan barnshafandi

Steinunn Björnsdóttir í leik með íslenska landsliðinu í síðasta mánuði.
Steinunn Björnsdóttir í leik með íslenska landsliðinu í síðasta mánuði. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Steinunn Björnsdóttir, landsliðskona í handknattleik og línumaður Fram, á von á sínu öðru barni.

Steinunn, sem er 32 ára gömul, hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár og á 46 landsleiki að baki.

Þá hefur hún verið lykilmaður Fram og átti til að mynda stóran þátt í að liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari á síðasta ári.

Á Instagram-aðgangi sínum tilkynnti Steinunn að hún væri barnshafandi, en fyrir á hún dótturina Vigdísi ásamt kærasta sínum Vilhjálmi Theódóri Jónssyni.

Því má vænta þess að Steinunn verði frá keppni og æfingum um nokkurt skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert