Færeyski handknattleiksmaðurinn Allan Norðberg er við það að ganga í raðir Vals frá KA. Leikmaðurinn hefur leikið með KA frá árinu 2018.
Vísir.is greinir frá að Valur hafi náð samkomulagi við Allan, en hann hefur þegar gefið það út að hann muni yfirgefa Akureyrarfélagið.
Leikmaðurinn náði sér ekki almennilega á strik á leiktíðinni og skoraði aðeins 28 mörk í 17 leikjum. Þar á undan var hann lykilmaður hjá Akureyrarfélaginu og skoraði grimmt.