Frakklandsmeistarar París SG tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta með 32:29-heimasigri á Kiel.
PSG vann fyrri leikinn á útivelli 31:27 og einvígið samanlagt 63:56. PSG er annað liðið á eftir Magdeburg sem kemst í undanúrslit.
Dainis Kristopans skoraði sex mörk fyrir PSG og þeir Lucas Steins og Petar Nenadic fimm hvor. Niclas Ekberg og Petter Overby gerðu fimm hvor fyrir Kiel.