Frakklandsmeistararnir í undanúrslit

Dainis Kristopans var markahæstur hjá PSG.
Dainis Kristopans var markahæstur hjá PSG. Ljósmynd/PSG

Frakklandsmeistarar París SG tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta með 32:29-heimasigri á Kiel.

PSG vann fyrri leikinn á útivelli 31:27 og einvígið samanlagt 63:56. PSG er annað liðið á eftir Magdeburg sem kemst í undanúrslit.

Dainis Kristopans skoraði sex mörk fyrir PSG og þeir Lucas Steins og Petar Nenadic fimm hvor. Niclas Ekberg og Petter Overby gerðu fimm hvor fyrir Kiel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert