Hollendingurinn Kay Smit, leikmaður þýska liðsins Magdeburgar, skoraði ótrúlegt mark er hann kom liðinu í 10:9 gegn Wisla Plock frá Póllandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.
Smit átti skot í stöngina, en tók frákastið sjálfur og skoraði með ótrúlegu skoti aftur fyrir sig. Minntu tilþrifin helst á línumanninn Róbert Gunnarsson, þegar hann var upp á sitt besta.
Markið ótrúlega má sjá hér fyrir neðan, en þegar fréttin er skrifuð er Magdeburg með 20:19 forskot, þegar 20 mínútur eru eftir.
Sorry...some goals can't even be described 😶 Just see what Kay Smits does 🤪
— EHF Champions League (@ehfcl) May 17, 2023
🚨 𝐒𝐩𝐨𝐢𝐥𝐞𝐫 𝐚𝐥𝐞𝐫𝐭: 𝑐𝑜𝑢𝑙𝑑 𝑏𝑒 𝑜𝑛𝑒 𝑜𝑓 𝑡ℎ𝑒 𝑚𝑜𝑠𝑡 𝑠𝑝𝑒𝑐𝑡𝑎𝑐𝑢𝑙𝑎𝑟 𝑔𝑜𝑎𝑙𝑠 𝑖𝑛 𝑡ℎ𝑒 #𝑒ℎ𝑓𝑐𝑙 𝑡ℎ𝑖𝑠 𝑠𝑒𝑎𝑠𝑜𝑛 #handmadehistory @SCMagdeburg pic.twitter.com/5QvPWT4bdw