Hollendingurinn með lygilegt mark (myndskeið)

Kay Smits skoraði ótrúlegt mark.
Kay Smits skoraði ótrúlegt mark. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Hollendingurinn Kay Smit, leikmaður þýska liðsins Magdeburgar, skoraði ótrúlegt mark er hann kom liðinu í 10:9 gegn Wisla Plock frá Póllandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Smit átti skot í stöngina, en tók frákastið sjálfur og skoraði með ótrúlegu skoti aftur fyrir sig. Minntu tilþrifin helst á línumanninn Róbert Gunnarsson, þegar hann var upp á sitt besta.

Markið ótrúlega má sjá hér fyrir neðan, en þegar fréttin er skrifuð er Magdeburg með 20:19 forskot, þegar 20 mínútur eru eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert