Í undanúrslit án Gísla og Ómars

Magdeburg er komið í undanúrslit.
Magdeburg er komið í undanúrslit. Ljósmynd/Magdeburg

Þýska meistaraliðið Magdeburg tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta með 30:28-heimasigri á Wisla Plock frá Póllandi í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld.

Liðin skildu jöfn, 22:22, í fyrri leiknum í Póllandi fyrir viku og vann Magdeburg einvígið samanlagt 52:50. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon léku ekki með Magdeburg vegna meiðsla.

Í fjarveru þeirra fór Hollendingurinn Kay Smits á kostum og skoraði 14 mörk. Michael Damsgaard gerði átta. Sergei Kosorotov skoraði átta fyrir Wisla Plock.

Undanúrslitin og úrslit fara fram 17. og 18. júní í Lanxess Arena í Köln.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert