Daníel Freyr Andrésson átti stórleik fyrir Lemvig er liðið tryggði sér áframhaldandi þátttöku í efstu deild Danmerkur í handbolta með 34:22-útisigri á Sydhavsøerne í kvöld.
Leikurinn var sá síðasti hjá Daníel með Lemvig, því hann hefur samið FH og mun leika með liðinu frá og með næstu leiktíð.
Íslenski markvörðurinn kveður Danmörku með látum, því hann varði 19 skot og var með 46,3 prósenta markvörslu.