Birgir Steinn til Aftureldingar

:Það lítur allt út fyrir að Blær Hinriksson og Birgir …
:Það lítur allt út fyrir að Blær Hinriksson og Birgir Steinn Jónsson verði liðsfélagar á næsta tímabili. mbl.is/Óttar Geirsson

Handboltamaðurinn Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, er sagður vera á leið til bikarmeistara Aftureldingar.

Handbolti.is greinir frá því að samningar á milli Aftureldingar og Birgis sem og Aftureldingar og Gróttu séu í höfn.

Birgir Steinn er hægri handar skytta sem lék upp yngri flokka Stjörnunnar, hann lék með meistaraflokki liðsins og var lánaður til Fjölnis áður en hann gekk til liðs við Gróttu þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú ár.

Hann hefur verið meðal markahæstu manna í deildinni á hverju tímabili með Gróttu og skoraði 113 mörk í 20 leikjum í efstu deild í vetur.

Birgir gengur til liðs við öflugt lið Aftureldingar sem varð bikarmeistari í vetur og komst í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem liðið tapaði í oddaleik gegn Haukum á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert