Nýir leiktímar hafa verið settir á stórleikina tvo í handboltanum sem fram fara í Vestmanneyjum á laugardaginn.
Karlaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 13 en það er fyrsti úrslitaleikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.
Kvennaleikur ÍBV og Vals hefst klukkan 15.30 en staðan í því einvígi er 2:0, Valskonum í hag, og þær verða Íslandsmeistarar á laugardaginn ef þær ná að sigra í þriðja skipti.
Tvísýnt var um leikina vegna slæms veðurútlits og ölduhæðar en upphaflega áttu þeir að hefjast klukkan 16 og 19.