Óðinn Þór Ríkharðsson lét enn og aftur að sér kveða í dag þegar lið hans og Aðalsteins Eyjólfssonar þjálfara, Kadetten Schaffhausen, tryggði sér réttinn til að spila til úrslita um sænska meistaratitilinn í handknattleik.
Kadetten tók á móti Pfadi Winterthur í þriðja leik liðanna í undanúrslitunum og rétt eins og í tveimur þeim fyrri fór Kadetten með sigur af hólmi, nú 30:23, og vann því einvígið 3:0.
Óðinn var markahæstur eins og vanalega og skoraði 9 mörk fyrir Kadetten í leiknum.
Það verða því Kriens og Kadetten sem mætast í úrslitaeinvíginu en Kriens vann Bern líka 3:0. Kriens varð jafnframt deildarmeistari og endaði þar fimm stigum á undan Kadetten sem hafnaði í öðru sæti.
Óðinn Þór hefur þegar samið við Kadetten um að leika með liðinu til ársins 2027 en Aðalsteinn hverfur á braut eftir tímabilið og tekur við þýska liðinu Minden.