Storhamar tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í úrslitakeppni norska kvennahandboltans með 25:24-heimasigri á Sola í undanúrslitum.
Storhamar var með 13:8 forskot í hálfleik, en Sola neitaði að gefast upp. Storhamar hélt þó út og vann nauman sigur í leiknum og 2:1-sigur í einvíginu í leiðinni.
Storhamar leikur við Kristiansand í úrslitum úrslitakeppninnar og um titilinn úrslitakeppnismeistari. Kristiansand vann alla 22 leiki sína í deildinni og varð norskur meistari í leiðinni.