ÍBV er komið í 1:0 í úrslitaeinvígi sínu gegn Haukum á Íslandsmóti karla í handbolta eftir 33:27-heimasigur í fyrsta leik í dag.
Haukar voru fimm mörkum yfir þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður, 21:16. Eyjamenn neituðu hins vegar að gefast upp og sneru leiknum sér í vil með glæsilegum lokakafla.
Fyrri hálfleikurinn var í járnum nánast allan tímann og var við hæfi að staðan var hnífjöfn í hálfleik, 14:14. Haukar byrjuðu betur í seinni hálfleik, en Eyjamenn reyndust betri þegar mest reyndi á.
Rúnar Kárason og Arnór Viðarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir ÍBV og Kári Kristján Kristjánsson gerði fimm. Guðmundur Bragi Ástþórsson og Andri Már Rúnarsson skoruðu átta mörk hvor fyrir Hauka.
Eyjamenn nýttu breiddina vel í dag, því tólf leikmenn skoruðu fyrir heimamenn á meðan aðeins sex leikmenn Hauka komust á blað.
Annar leikur einvígisins er á Ásvöllum þriðjudaginn 23. maí.