Sérð svo vel í mark

Kári Kristján Kristjánsson, fyrirliði Eyjamanna.
Kári Kristján Kristjánsson, fyrirliði Eyjamanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Einvígið leggst ótrúlega vel í mig. Það er alveg yndislegt að vera kominn aftur í úrslit og líka fyrir okkur að sýna að við erum stöðugt í baráttu um titla.

Við erum alltaf þarna uppi og búum okkur undir það fyrir hvert tímabil að vera klárir á þessum tíma árs að spila handbolta,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið.

ÍBV mætir Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og fer fyrsti leikurinn fram í Vestmannaeyjum í dag og hefst klukkan 15.30.

Í undanúrslitunum vann ÍBV einvígi sitt við FH, 3:0, en Haukar unnu einvígi sitt við Aftureldingu, 3:2.

„Haukar eru náttúrlega að koma úr stórri seríu á móti Aftureldingu og að sjálfsögðu erum við búnir að vera að fylgjast með þeim í gegnum þetta. Það hafa allir horft á þetta og við erum búnir að rýna í þeirra leik.

En fyrst og fremst mun öll vinnan hjá okkur fara inn á við. Við þurfum að laga eitthvað hjá okkur, erum alltaf að vinna í því og erum mun minna að spá í Hauka,“ sagði Kári Kristján.

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert