Úr Hafnarfirðinum til Svíþjóðar

Phil Döhler leikur í Svíþjóð á næstu leiktíð.
Phil Döhler leikur í Svíþjóð á næstu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þýski handknattleiksmarkvörðurinn Phil Döhler hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Karlskrona.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag en Döhler, sem er 27 ára gamall, hefur varið mark FH í úrvalsdeildinni frá árinu 2019.

Markvörðurinn er uppalinn hjá Magdeburg í Þýskalandi en Karlskrona verður nýliði í sænsku úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili.

Ólafur Andrés Guðmundsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson hafa einnig skrifað undir samning við sænsku nýliðana og munu þeir leika með liðinu á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert