Gísli Þorgeir Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmenn í handknattleik, eru tilnefndir sem bestu leikmenn í sínum stöðum í Evrópumótum félagsliða á yfirstandandi tímabili.
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, stendur fyrir kjörinu sem tekur til leikmanna sem hafa leikið í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildarinnar á tímabilinu.
Gísli Þorgeir er tilnefndur sem besti leikstjórnandi og Viktor Gísli sem besti markvörður.
Alls eru sjö leikmenn tilnefndir í hverri stöðu og er kosningin öllum opin en til þess að kjósa þarf að hlaða niður smáforritinu Home of Handball.