Handknattleikskonan Steinunn Hansdóttir er á förum frá danska úrvalsdeildarfélaginu Skanderborg.
Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag en Steinunn, sem er 28 ára gömul, hefur leikið með Skanderborg frá árinu 2021.
Hún hefur einnig leikið með Vendsyssel, Horsens, SönderjyskE og Gudme í Danmörku en hún lék með Selfossi hér á landi tímabilið 2015-16.
Vinstri hornamaðurinn á að baki 36 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað 50 mörk en hún lék síðast með landsliðinu árið 2018.