Fredericia vann sætan 30:29-heimasigur á Aalborg í undanúrslitum danska karlahandboltans í kvöld. Er staðan í einvíginu nú 1:1.
Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur náð glæsilegum árangri með Fredericia og sigur á sterku liði Aalborg í undanúrslitum er afrek sem fáir áttu von á fyrir tímabilið.
Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað hjá Fredercia. Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Aalborg, en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.