Lætur af störfum hjá HK

Samúel Ívar Árnason (til vinstri).
Samúel Ívar Árnason (til vinstri). Ljósmynd/HK

Samúel Ívar Árnason hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs HK í handknattleik.

Hann stýrði liðinu á nýafstöðnu tímabili þegar liðið hafnaði í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og féll þar með niður í 1. deild.

„Sammi stjórnaði liðinu á krefjandi tímum og gerði það af mikilli fagmennsku. Hann gaf mörgum ungum leikmönnum sín fyrstu tækifæri sem hafa náð miklum framförum undir hans stjórn.

HK þakkar honum kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar,“ sagði í tilkynningu frá handknattleiksdeild HK.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert