Miðasalan fyrir EM karla í handbolta í Þýskalandi hófst í dag, en mótið fer fram í upphafi næsta árs.
Íslenska leikur í München og er í sterkum riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Ísland leikur leikina í riðlinum 12., 14. og 16. janúar.
Handknattleikssamband Íslands gaf út leiðbeiningar handa stuðningsfólki í dag, en öll miðasala fer í gegnum mótshaldara, án aðkomu HSÍ.
Leikjadagskrá Íslands á EM í Þýskalandi:
12. janúar: Ísland – Serbía
14. janúar: Ísland – Svartfjallaland
16. janúar: Ísland – Ungverjaland