Selfyssingurinn stórkostlegur í fyrsta leik

Janus Daði Smárason var óstöðvandi í fyrsta leik.
Janus Daði Smárason var óstöðvandi í fyrsta leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Selfyssingurinn Janus Daði Smárason fór á kostum fyrir Kolstad er liðið hafði betur gegn Elverum, 34:30, í Íslendingaslag í fyrsta leik í úrslitum úrslitakeppni norska handboltans í kvöld.

Janus gerði sér lítið fyrir og skoraði ellefu mörk fyrir sitt lið. Sigvaldi Björn Guðjónsson gerði fjögur, þar af eitt úr víti. Orri Freyr Þorkelsson gerði þrjú fyrir Elverum.

Staðan í einvíginu er 1:0 fyrir Kolstad, en þrjá sigra þarf til að fagna sigri og verða úrslitakeppnismeistari. Kolstad tryggði sér norska meistaratitilinn með sigri í deildarkeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert