Framlengir við nýliðana

Matthildur Lilja Jónsdóttir tekur slaginn með ÍR í efstu deild.
Matthildur Lilja Jónsdóttir tekur slaginn með ÍR í efstu deild. Ljósmynd/ÍR

Matthildur Lilja Jónsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild ÍR og leikur því með liðinu í úrvalsdeildinni á komandi tímabili, þar sem Breiðhyltingar verða nýliðar.

ÍR hafði betur gegn Selfossi í oddaleik í umspili um sæti í úrvalsdeild og hrifsuðu þannig sætið af Selfyssingum.

Matthildur Lilja var í lykilhlutverki hjá ÍR í vetur er hún skoraði 52 mörk í 15 leikjum í næstefstu deild og bætti við 21 marki í átta umspilsleikjum.

„Ég er mjög ánægð með að Matthildur framlengi við okkur enda lykilmaður í okkar liði á báðum endum vallarins. Matthildur er frábær karakter, metnaðarfull og leggur sig fram í öll verkefni sem hefur skilað sér í miklum framförum.

Ég er spennt að vinna áfram með henni og hjálpa henni að takast á við næstu áskoranir,” sagði Solveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, í tilkynningu frá handknattleiksdeild félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert