Hilmar ráðinn þjálfari HK

Hilmar Guðlaugsson er tekinn við HK.
Hilmar Guðlaugsson er tekinn við HK. Ljósmynd/HK

Handknattleiksdeild HK hefur ráðið Hilmar Guðlaugsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hann tekur við af Samúel Ívari Árnasyni, sem lét af störfum á dögunum.

HK féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og leikur því í 1. deild á næstu leiktíð. Hilmar þekkir vel til HK, því hann þjálfaði kvennaliðið á árunum 2010 til 2015.

Hann hefur undanfarin ár starfað í Noregi. Var hann m.a. aðstoðarþjálfari Volda á nýliðinni leiktíð, á fyrsta tímabili liðsins í efstu deild þar í landi.

Um leið og við heyrðum að Hilmar væri að fara flytja aftur heim þá fórum við á fullt í að reyna fá hann aftur til okkar, enda var hann ofboðslega vel liðinn og alltaf verið í miklum metum hjá félaginu,“ er m.a. haft eftir Daníel Berg Grétarssyni, formanni handknattleiksdeildar HK, í yfirlýsingu félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert