Íslandsmeistararnir fá landsliðsmarkvörð

Hafdís Renötudóttir handsalar samkomulagið í dag.
Hafdís Renötudóttir handsalar samkomulagið í dag. Ljósmynd/Valur

Hafdís Renötudóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals.

Hafdís kemur frá Fram þar sem hún varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili.

Handbolti.is greindi frá því fyrir um mánuði að samkomulag væri í höfn milli Hafdísar og handknattleiksdeildar Vals en tilkynnt var formlega um skiptin í dag á samfélagsmiðlum Vals.

Hún er uppalin hjá Fram en hefur einnig leikið með SönderjyskE í Danmörku og Boden og Lugi í Svíþjóð.

Hafdís verður 26 ára á árinu og á að baki 44 landsleiki fyrir Íslands hönd, þar sem hún hefur skorað tvö mörk.

„Hafdís kemur til með að mynda sterkt markvarðateymi á næsta ári undir handleiðslu Hlyns Morthens markmannsþjálfara liðsins. Við bjóðum Hafdísi hjartanlega velkomna í okkar félag!“ sagði meðal annars í tilkynningu frá handknattleiksdeild Vals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert