Landsliðsmaður spáir þægilegum sigri ÍBV

Hákon Daði Styrmisson er mikill Eyjamaður.
Hákon Daði Styrmisson er mikill Eyjamaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hákon Daði Styrmisson, landsliðsmaður í handbolta, er mættur frá Gummersbach í Þýskalandi til Vestmannaeyja til að fylgjast með þriðja leik ÍBV og Hauka í úrslitum Íslandsmótsins. ÍBV er með 2:0-forskot í einvíginu og verður meistari með sigri í kvöld.

Hákon er uppalinn í Vestmannaeyjum og hann spáir heimasigri í kvöld og að Eyjamenn fagni Íslandsmeistaratitlinum.

„Ég held að við vinnum þetta með 3-5 mörkum og þetta verður frekar létt,“ sagði Hákon í samtali við mbl.is í dag. 

Hann fer ekki í felur með það að hann sé meiri Eyjamaður en Haukamaður, enda uppalinn í Vestmannaeyjum, en hann lék með báðum liðum áður en hann hélt út.

„Það átta sig flestir á því að ég er meiri ÍBV-maður. Tíminn minn hjá Haukunum var æðislegur og þar varð ég deildar- og Íslandsmeistari en þetta er heima. Það jafnast ekkert á við heima,“ sagði Hákon Daði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert