Svartfellski handknattleiksmaðurinn Luka Vukicevic hefur yfirgefið herbúðir Fram eftir að hafa leikið með karlaliðinu á nýafstöðnu tímabili.
Vukicevic er örvhent skytta og ákvað að róa á önnur mið þar sem stórskyttan Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, er á leið til uppeldisfélagsins í sumar.
„Vukicevic fór frá okkur í góðu. Við fáum Rúnar [Kárason] í sumar og Vukicevic hafði fullan skilning á því og ákvað að leita annað,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, í samtali við Handbolta.is.
Svartfellingurinn fékk félagaskipti til ónefnds félags í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrr í mánuðinum.