Aalborg sendi lærisveina Guðmundar í sumarfrí

Aron Pálmarsson og félagar í Aalborg eru komnir í úrslitaeinvígi …
Aron Pálmarsson og félagar í Aalborg eru komnir í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar. AFP/Claus Fisker

Aalborg vann Fredericia, 33:26, þegar Íslendingaliðin áttust við í oddaleik undanúrslitaeinvígis dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í Álaborg í dag.

Aron Pálmarsson kom ekki við sögu í liði Aalborg í dag þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari.

Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað en gaf þrjár stoðsendingar í liði Fredericia, sem Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar.

Með sigrinum í dag er Aalborg komið í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar en þar mun liðið leika á móti GOG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert