Orri og félagar svöruðu fyrir sig

Orri Freyr Þorkelsson og félagar svöruðu fyrir sig.
Orri Freyr Þorkelsson og félagar svöruðu fyrir sig. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Elverum hafði betur gegn Kolstad á heimavelli, 33:27, í öðrum leik liðanna í úrslitum úrslitakeppninnar í norska handboltanum í kvöld. Staðan í einvíginu er nú 1:1.

Orri Freyr Þorkelsson komst ekki á blað hjá Elverum að þessu sinni, en fagnaði hins vegar sigrinum vel með liðsfélögum sínum eftir leik.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Kolstad og Janus Daði Smárason gerði fjögur.

Þriðji leikur liðanna fer fram á heimavelli Kolstad á miðvikudaginn kemur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert