Þýsku refirnir fögnuðu sigri

Hinn íslenskættaði Hans Óttar Lindberg tekur við sigurverðlaununum.
Hinn íslenskættaði Hans Óttar Lindberg tekur við sigurverðlaununum. Ljósmynd/Eurohandball

Þýska liðið Füchse Berlin er Evrópudeildameistari karla í handbolta eftir 36:31-sigur á Granollers frá Spáni í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Flensburg í dag.

Berlínarliðið var með 16:12-forskot í hálfleik og var staðan 34:26 þegar skammt var eftir. Spænska liðið sótti aðeins í sig veðrið í lokin, en það dugði ekki til.

Lasse Anderson skoraði átta mörk fyrir Füchse Berlin og Antonio García Robledo og Esteban Salinas skoruðu sjö mörk hvor fyrir Granollers.

Göppingen frá Þýskalandi, sem sló Val út í 16-liða úrslitum, vann bronsið með 33:29-útisigri á Montpellier. Marcel Schiller skoraði sex mörk fyrir Göppingen. Julien Bos skoraði sjö fyrir franska liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert