Íslendingarnir byrjuðu á útisigri í úrslitaeinvíginu

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar eru komnir í forystuna um …
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar eru komnir í forystuna um svissneska titilinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lærissveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen unnu fjögurra marka útisigur á deildarmeisturum Kriens, 31:27, í fyrsta úrslitaleik liðanna um svissneska meistaratitilinn í handbolta í dag. 

Óðinn Þór Ríkharðsson var á sínum stað í liði Kadetten en hann skoraði fjögur mörk. Þetta er fyrsta tap Kriens á heimavelli á öllu tímabilinu. 

Afar sterk byrjun hjá Íslendingaliðinu en þrjá sigra þarf til þess að verða svissneskur meistari. Næsti leikur einvígsins fer fram 1. júní næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert