„Þetta er löngu orðið þreytt“

Snorri Steinn Guðjónsson verður næsti þjálfari íslenska landsliðsins.
Snorri Steinn Guðjónsson verður næsti þjálfari íslenska landsliðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er löngu orðið þreytt,“ sagði íþróttablaðamaðurinn Aron Elvar Finnsson í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handknattleik.

Snorri Steinn Guðjónsson verður næsti þjálfari liðsins en HSÍ vinnur nú að því að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Holstebro um að Arnór Atlason verði Snorra til aðstoðar.

„Ég skil ekki af hverju þetta tekur svona langan tíma en þetta virðist vera að leysast,“ sagði Aron Elvar meðal annars.

Umræðan um þjálfaramál landsliðsins hefst á 41:00 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert