„Hann verður besti leikmaður deildarinnar“

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson snýr aftur heim í sumar.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson snýr aftur heim í sumar. mbl.is/Óttar Geirsson

„Hann er á þeim aldri að hann gæti enn þá verið að spila í hæsta gæðaflokki,“ sagði Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um Aron Pálmarsson, fyrirliða íslenska handboltalandsliðsins.

Aron, sem er 32 ára gamall, mun ganga til liðs við uppeldisfélag sitt FH í sumar eftir farsælan atvinnumannaferil með Kiel, Veszprém, Barcelona og Aalborg.

„Hann verður besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Ragnar.

„Hann á klárlega nóg eftir og gæti hæglega spilað áfram í hæsta gæðaflokki,“ bætti Aron Elvar Finsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, við.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert