Færeyingurinn Allan Norðberg hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals.
Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Allan, sem er 29 ára gamall, kemur til félagsins frá KA þar sem hann hefur leikið undanfarin fimm tímabil.
„Allan hefur leikið hér á landi við góðan orðstír frá því árið 2018 þegar hann gekk í raðir KA frá StÍF í Færeyjum,“ segir í tilynningu Valsmanna.
„Allan er fjölhæfur örvhentur hornamaður sem hefur verið reglulega í færeyska A-landsliðinu. Við bjóðum Allan hjartanlega velkominn í félagið!“ segir ennfremur í tilkynningunni.