Kolstad skrefi nær bikarnum

Sigvaldi Björn Guðjónsson átti stórleik fyrir Kolstad.
Sigvaldi Björn Guðjónsson átti stórleik fyrir Kolstad. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur hjá Kolstad þegar liðið hafði betur gegn Elverum á heimavelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag.

Leiknum lauk með eins marks sigri Elverum, 30:29, en Sigvaldi skoraði 8 mörk í leiknum á meðan Janus Daði Smárason skoraði 5 mörk.

Kolstad leiðir 2:1 í einvíginu en Orri Freyr Þorkelsson komst ekki á blað hjá Elverum í leiknum. Sigurvegarinn í einvíginu leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert