Kristján Örn Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik náði sögulegum árangri í frönsku 1. deildinni á dögunum þegar lið hans mætti Istres.
Hann skoraði þá sitt 300. mark fyrir félagið í deildinni en af þeim hafa 92 komið í 22 leikjum á þessu tímabili. Kristján er núna í 42. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar, hefur verið mun ofar undanfarin ár en í vetur missti hann af sex leikjum liðsins sem er í 8. sæti af 16 liðum, 26 stigum á eftir toppliði París SG.
Félag hans fagnaði þessum áfanga með honum á samfélagsmiðlum sínum:
Kristjan Kristjansson a également passé un cap dans sa carrière en #LiquiMolyStarligue !!!
— PAUC HANDBALL (@pauchandball) May 31, 2023
Donni à passé la barre des 300 buts vendredi face à Istres 🥳
Félicitations 👏🏻
🎥 Revivez en images ses actions !#ALL4PAUC pic.twitter.com/fJaHC0CKOT