Tap hjá Guðmundi í fyrsta bronsleiknum

Guðmundur Þ. Guðmundsson stýrir Fredericia.
Guðmundur Þ. Guðmundsson stýrir Fredericia. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia töpuðu stórt fyrir Skjern í fyrsta bronsleik dönsku deildarinnar sem fram fór í Skjern í dag.

Leiknum lauk með ellefu marka sigri Skjern, 34:23, en Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia.

Skern leiðir því 1:0 í einvíginu en næsti leikur liðanna fer fram í Fredericia hinn 4. júní. Vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér bronsverðlaunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert