Þetta snýst ekki alltaf um bikara

Erlingur Birgir Richardsson hefur stýrt Eyjamönnum frá árinu 2018. Liðið …
Erlingur Birgir Richardsson hefur stýrt Eyjamönnum frá árinu 2018. Liðið varð bikarmeistari árið 2020 eftir sigur gegn Stjörnunni. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Ég er fyrst og fremst spenntur enda úrslitaleikur framundan,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Morgunblaðið.

„Hinir fjórir leikirnir í úrslitunum hafa þróast í þá átt að við höfum ekki byrjað þá nægilega vel. Það er klárlega eitthvað sem við getum unnið í og lagað enda mikilvægt fyrir okkur að byrja þennan oddaleik eins og best verður á kosið.

Við verðum á heimavelli sem er klárlega skemmtilegra og á sama tíma sleppum við líka við ferðalagið sem er jákvætt. Þú vilt spila svona stóra leiki í þínu umhverfi, þar sem þér líður best. Ég reikna fastlega með því að það verði frábær stemning í höllinni eins og alltaf,“ sagði Erlingur.

Eins og áður hefur komið fram er þetta fimmti leikur liðanna í úrslitaeinvíginu og leikmenn og þjálfarar beggja liða því farnir að þekkja hver annan vel.

Viðtalið við Erling má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert