Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handbolta, var markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar á leiktíðinni með 110 mörk í 13 leikjum, eða 8,46 mörk að meðaltali í leik fyrir svissneska liðið Kadetten.
Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten, færði Óðni verðlaun fyrir afrekið á liðsfundi og fögnuðu liðsfélagar Óðins honum vel og innilega þegar hann veitti þeim móttöku.
Hornamaðurinn var ekki aðeins markahæstur heldur einnig skotvissastur af 30 markahæstu mönnum keppninnar. Óðinn var með yfir 80% skotnýtingu, nánar til tekið 81,5%, en enginn annar af efstu þrjátíu var með yfir 80%.
Myndband af liðsfélögum Óðins heiðra hann má sjá hér fyrir neðan.