Fögnuðu Óðni vel og innilega (myndskeið)

Óðinn Þór Ríkharðsson raðaði inn mörkunum í Evrópudeildinni.
Óðinn Þór Ríkharðsson raðaði inn mörkunum í Evrópudeildinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handbolta, var markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar á leiktíðinni með 110 mörk í 13 leikjum, eða 8,46 mörk að meðaltali í leik fyrir svissneska liðið Kadetten.

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten, færði Óðni verðlaun fyrir afrekið á liðsfundi og fögnuðu liðsfélagar Óðins honum vel og innilega þegar hann veitti þeim móttöku.

Hornamaður­inn var ekki aðeins marka­hæst­ur held­ur einnig skot­viss­ast­ur af 30 marka­hæstu mönn­um keppn­inn­ar. Óðinn var með yfir 80% skot­nýt­ingu, nán­ar til tekið 81,5%, en eng­inn ann­ar af efstu þrjá­tíu var með yfir 80%. 

Myndband af liðsfélögum Óðins heiðra hann má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert