Snorri Steinn kynntur sem landsliðsþjálfari

Snorri Steinn Guðjónsson í nýju vinnufötunum.
Snorri Steinn Guðjónsson í nýju vinnufötunum. mbl.is/Eggert

Snorri Steinn Guðjónsson verður kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta á fundi HSÍ klukkan 13 í dag. Arnór Atlason verður aðstoðarþjálfari Snorra, en þeir voru lengi samherjar í íslenska landsliðinu. 

Snorri hefur undanfarnar vikur átt í viðræðum við HSÍ og er samkomulag loks í höfn. Snorri tekur við af Guðmundi Guðmundssyni, sem lét af störfum eftir HM í Svíþjóð í janúar.

Síðan þá hafa Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson stýrt liðinu til bráðabirgða og undir þeirra stjórn tryggði íslenska liðið sér sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári.

Snorri Steinn, sem er 41 árs gam­all, hef­ur verið þjálf­ari karlaliðs Vals frá ár­inu 2017 og und­ir hans stjórn urðu Vals­menn tví­veg­is Íslands­meist­ar­ar og tví­veg­is bikar­meist­ar­ar.

Þá fór liðið alla leið í 16-liða úr­slit Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í ár þar sem liðið féll úr leik eft­ir tap gegn þýska stórliðinu Göpp­ingen.

Hann var í lykilhlutverki í landsliðinu og lék á sínum tíma 257 landsleiki og skoraði í þeim 846 mörk. Snorri lék aðeins með Val hér á landi, en lék lengi sem atvinnumaður í Þýskalandi, Danmörku og Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert