Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém eru lentir undir í úrslitaeinvígi sínu gegn Pick Szeged í ungverska handboltanum í dag.
Bjarki skoraði þrjú mörk í leiknum sem lauk með 31:25-sigri Szeged. Szeged hafnaði í fyrsta sæti deildarinnar en Veszprém í öðru sæti.
Annar leikur liðanna fer fram á mánudaginn kemur.