Egill Einarsson, einkaþjálfari Arons Pálmarssonar, landsliðsfyrirliða í handknattleik, segir Aron þegar vera búinn að létta sig fyrir næsta tímabil, þar sem hann mun snúa aftur til Íslands og leika fyrir uppeldisfélag sitt, FH.
Egill lagði þar út af ummælum Guðjóns Guðmundssonar, Gaupa, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins.
„Þegar þú byrjar að eldast þá þarftu að hugsa um kílóin þín. Þetta er maður sem er 102, 103 kg og mín skoðun er sú að hann þarf að vera sjö til átta kílóum léttari til þess að plumma sig vel með landsliðinu og hérna heima.
Nái hann því þá á hann að minnsta kosti tvö til þrjú góð ár eftir með landsliðinu en hann þarf að fara í megrun,“ sagði Gaupi meðal annars.
Á Twitteraðgangi sínum skrifaði Egill að Aron væri þegar búinn að létta sig um sjö og hálft kíló.
Erum way ahead of you King @gaupinn og farnir að vinna í þessu.
— Egill Einarsson (@EgillGillz) June 2, 2023
Kominn úr 103 kg niður í 95,6 and counting! https://t.co/ZymaETxZIT