Halda sér í deildinni

Díana Dögg Magnúsdóttir og liðskonur héldu sér uppi.
Díana Dögg Magnúsdóttir og liðskonur héldu sér uppi. mbl.is/Óttar Geirsson

Dí­ana Dögg Magnús­dótt­ir og sam­herj­ar í Zwic­kau verða áfram í efstu deild þýska handboltans eftir útisigur á Göppingen, 30:27, í seinni um­spils­leik liðanna í dag.

Zwic­kau varð næst­neðst í 1. deild­inni og Göpp­ingen hafnaði í öðru sæti 2. deild­ar og því léku liðin tvo leiki, heima og heim­an, um sætið þar sem samanlögð markatala réði úrslitum. Zwickau vann einnig fyrri leikinn, 26:23, og vinnur því samanlagt 56:50.

Díana Dögg, sem er fyrirliði Zwickau, átti fínasta leik og skoraði sex mörk í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert