Danska stórliðið Aalborg hélt meistaravonum sínum á lífi í dag þegar liðið vann gríðarlega sterkan útisigur á GOG, 34:29.
Þetta var annar leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um danska meistaratitilinn í handknattleik en GOG vann fyrsta leik liðanna á heimavelli Aalborg með einu marki á dögunum, 31:30.
Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg í dag vegna meiðsla.
Sebastian Barthold fór hamförum í liði Aalborg í dag en hann skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum. Þá skoraði Lukas Sandell sex mörk og Felix Claar fimm.
Hjá GOG var Emil Madsen markahæstur en hann skoraði sex mörk, aðrir lögðu lítið af mörkum í sóknarleik liðsins.
Oddaleik mun þurfa til að útkljá hvort liðið verður danskur meistari.