Fredericia sigraði Skjern í öðrum leik bronseinvígsins í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag, 27:25.
Skjern rúllaði yfir Fredericia í fyrsta leik liðanna á dögunum og vann 11 marka sigur, 34.23. Sigurinn í dag var því lífsnauðsynlegur fyrir Fredericia og er einvígið nú jafnt, 1:1. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér bronsið og er því ljóst að liðin eru á leið í oddaleik.
Guðmundur Þ. Guðmundsson er þjálfari Fredericia og Einar Þorsteinn Ólafsson leikur með liðinu. Einar spilaði leikinn í dag, hann komst ekki á blað í markaskorun en átti eina stoðsendingu.