Foggia og Pescara skildu jöfn, 2:2, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspils C-deildar ítalska fótboltans í Foggia í kvöld.
Bjarki Steinn Bjarkason lék allan leikinn með Foggia og hann skoraði annað mark liðsins á 60. mínútu og jafnaði í 2:2.
Seinni leikurinn fer fram í Pescara á fimmtudaginn kemur og leikur sigurliðið til úrslita um sæti í B-deildinni.