Kiel er svo gott sem búið að tryggja sér Þýskalandsmeistaratitil karla í handbolta eftir 38:23-stórsigur á heimavelli gegn Wetzlar í þýsku 1. deildinni í kvöld.
Liðið er með 57 stig og á einn leik eftir. Magdeburg er í öðru sæti með 57 stig og tvo leiki eftir. Magdeburg getur því aðeins jafnað Kiel á stigum og þá er Kiel einnig með mun betri markatölu.
Kiel nægir jafntefli gegn Göppingen í lokaumferðinni til að gulltryggja sér sigur í deildinni og þriðja Þýskalandsmeistaratitilinn á fjórum árum og þann 23. alls.
Norsku landsliðsmennirnir Harald Reinkind og Sander Sagosen voru atkvæðamiklir hjá Kiel. Reinkind gerði níu mörk og Sagosen sjö. Þá gaf Sagosen einnig sex stoðsendingar.