Íslendingarnir þrefaldir meistarar

Janus Daði Smárason skoraði fjögur.
Janus Daði Smárason skoraði fjögur. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslendingalið Kolstad varð í kvöld úrslitakeppnismeistari karla í norska handboltanum eftir 29:27-útisigur á Elverum í fjórða leik liðanna. Kolstad vann einvígið 3:1.

Kolstad varð þar með norskur meistari, úrslitakeppnismeistari og bikarmeistari á leiktíðinni. Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk fyrir liðið í kvöld og Sigvaldi Björn Guðjónsson þrjú.

Orri Freyr Þorkelsson komst ekki á blað hjá Elverum, en hann gengur í raðir Sporting í Portúgal eftir leiktíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert