Verður um kyrrt í Hafnarfirði

Ragnheiður Ragnarsdóttir í leik með Haukum gegn ÍBV í síðasta …
Ragnheiður Ragnarsdóttir í leik með Haukum gegn ÍBV í síðasta mánuði. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Ragnheiður Ragnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Hauka og leikur því áfram með kvennaliðinu.

Ragnheiður leikur í hægra horni og lék afar vel á liðnu tímabili, þar sem hún skoraði 82 mörk.

„Hún hefur verið mikilvægur leikmaður í liðinu undanfarin ár en hún lék fyrst með meistaraflokki aðeins 16 ára gömul. Þá á hún að baki marga leiki með yngri landsliðum Íslands.

Það er ánægjulegt að hún hafi ákveðið að halda áfram að spila hjá sínu uppeldisfélagi og taka þátt í komandi verkefnum með meistaraflokki kvenna en liðið stóð sig frábærlega í nýliðinni úrslitakeppni,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá handknattleiksdeild Hauka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert