Íslandsmeistarar ÍBV í handknattleik karla hafa farið mikinn í fagnaðarlátum eftir að hafa tryggt sér titilinn með sigri í oddaleik gegn Haukum í síðustu viku.
Eins og mbl.is greindi frá fór Íslandsmeistarabikarinn eitthvað á stjá um síðustu helgi, þegar einkar kátt var á hjalla í Vestmannaeyjum, og týndist.
Samkvæmt heimildum mbl.is gekk bikarinn manna á milli um helgina þar sem fjöldi bæjarbúa fékk að lyfta honum.
Bikarinn hefur þolað umganginn illa og má muna sinn fífil fegurri eins og sjá má á meðfylgjandi mynd: