Íslendingarnir meistarar í Sviss

Óðinn Þór Ríkharðsson er svissneskur meistari.
Óðinn Þór Ríkharðsson er svissneskur meistari. mbl.is/Óttar Geirsson

Óðinn Þór Ríkharðsson og Aðalsteinn Eyjólfsson fögnuðu í kvöld svissneska meistaratitlinum í handbolta með heimasigri á Kriens, 32:28.

Kadetten vann úrslitaeinvígið 3:1 og meistaratitilinn í leiðinni. Óðinn skoraði fimm mörk í kvöld, þar af fjögur úr vítum.

Aðalsteinn stýrði liðinu í síðasta skipti, en Óðinn skrifaði á dögunum undir langtímasamning við félagið.

Aðalsteinn hefur samþykkt að taka við þýska liðinu Minden, sem leikur í B-deild á næstu leiktíð eftir fall úr deild þeirra bestu á þessari leiktíð.

Aðalsteinn Eyjólfsson.
Aðalsteinn Eyjólfsson. Ljósmynd/Kadetten
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert