Rúnar og Elín valin best

Rúnar Kárason varð Íslandsmeistari með ÍBV á nýafstöðnu tímabili.
Rúnar Kárason varð Íslandsmeistari með ÍBV á nýafstöðnu tímabili. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Rúnar Kárason úr ÍBV og Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum voru valin bestu leikmenn úrvalsdeildar karla og kvenna á verðlaunahófi Handknattleikssambands Íslands, sem fór fram í Minigarðinum í dag.

Rúnar var einnig valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar og fékk fyrir vikið Valdimarsbikarinn.

Elín Klara var þá einnig valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.

Hin 18 ára gamla Elín Klara Þorkelsdóttir var valin best …
Hin 18 ára gamla Elín Klara Þorkelsdóttir var valin best og efnilegust. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Sunna Jónsdóttir úr ÍBV hlaut þá Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaður úrvalsdeildar kvenna.

Snorri Steinn Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Vals, var útnefndur þjálfari ársins karla megin og Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, kvenna megin.

Verðlaunin eru sem hér segir:

Úrvalsdeild karla:

Besti leikmaður: Rúnar Kárason, ÍBV.

Þjálfari ársins: Snorri Steinn Guðjónsson, Val.

Efnilegasti leikmaður: Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu.

Besti markvörður: Björgvin Páll Gústavsson, Val.

Besti varnarmaður: Alexander Örn Júlíusson, Val.

Besti sóknarmaður: Benedikt Gunnar Óskarsson, Val.

Valdimarsbikarinn: Rúnar Kárason, ÍBV.

Úrvalsdeild kvenna:

Besti leikmaður: Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum.

Þjálfari ársins: Sigurður Bragason, ÍBV.

Efnilegasti leikmaður: Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum.

Besti markvörður: Marta Wawrzynkowska, ÍBV.

Besti varnarmaður: Sunna Jónsdóttir, ÍBV

Besti sóknarmaður: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV.

Sigríðarbikarinn: Sunna Jónsdóttir, ÍBV.

Önnur verðlaun:

Gullmerki HSÍ: Hanna Guðrún Stefánsdóttir.

Háttvísisverðlaun HDSÍ: Blær Hinriksson, Aftureldingu, og
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV.

Dómarar ársins: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert