Selfyssingurinn skiptir um félag í Þýskalandi

Örn er kominn til Lübeck-Schwartau.
Örn er kominn til Lübeck-Schwartau. Ljósmynd/Lübeck-Schwartau

Handknattleiksmaðurinn Örn Vésteinsson Östenberg hefur gert tveggja ára samning við Lübeck-Schwartau sem leikur í næstefstu deild Þýskalands.

Hann kemur til félagsins frá N-Lübbecke, en Örn lék seinni hluta nýliðins tímabil með félaginu, eftir að hafa komið frá Halden í Noregi.

Lübeck-Schwartau hafnaði í 12. sæti af 19 liðum í 2. deildinni á leiktíðinni, en lokaumferðin var leikin í gærkvöldi.

Örn er 24 ára skytta, sem hef­ur leikið með Sel­fossi og Gróttu hér á landi. Hann ólst þó upp í Svíþjóð, en er son­ur Vé­steins Haf­steins­son­ar, eins fremsta kringlukastþjálf­ara heims. Vé­steinn er auk þess Íslands­met­hafi í kringlukasti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert